Kambarnir

Við skelltum okkur í Kambana í þokkalegustu aðstæðum ANA-A áttir og um 8 m/s. Dagurinn var bjartur og fagur og létum við tækifærið að sjálfsögðu ekki fara forgörðum. Við vorum ekki duglegir í myndatökum en flugum þeimur meira. Nú er rétt rúmar tvær vikur til stefnu áður en við höldum til Þýskalands svo óhætt er að segja að kominn sé hugur í menn.