Æsustaðafjallið hefur verið á dagskrá hjá okkur í þó nokkurn tíma. Guðjón flaug talsvert þarna í „gamla daga“ en við höfum ekki verið á ferðinni í réttum skilyrðum til að fljúga þarna síðustu misserin. Æsustaðafjall er 220 metra hátt en til þess að komast upp þarf að labba fimm sinnum lengri vegalengd og allt upp í móti! Því skal ekki undra að tekið hafi tvisvar sinnum lengri tíma að koma sér upp heldur en niður. En upp* fórum við og var það vel þess virði!
Það var hreinn og góður vindur svo lendingarnar gengu yfirleitt* smurt fyrir sig og hangið var nóg. Við eyddum um fjórum timum á toppnum og skiptumst á því að fljúga og prófa hina ýmsu hluti á vélunum.
Svo var bara komið að því að pakka og leggja af stað niður sem tók talsvert styttri tíma heldur en uppgangan! Frábær dagur að baki og óhætt að mæla með göngutúr upp á Æsustaðafjall í NA áttum!
* Við sáum svo að talsvert þægilegri leið upp úr Skammadal eftir að upp var komið.