Burðast á Bleikisteinsháls

Nú gildir að nýta hverja einustu stund til flugs svo það var stokkið af stað seinni partinn og í næstu brekku, svona loksins þegar blés vel á. Vindurinn fór upp fyrir 10 m/s en líka niður fyrir 4,5 m/s en lengst af var hann í kringum 7 m/s.

Það hittist líka þannig á að við vorum báðir með burðarpoka á öxlunum og komu þeir vel út þrátt fyrir að vera úr sitt hvorri áttinni. „Frumflug“ á fjórum vélum hjá okkur, ýmist með nýjum radíóbúnaði eða með nýrri uppsetningu.