Það var risið úr rekkju árla morguns og haldið í morgunmat á hótelinu. Að því loknu tóku menn til flugmódel og annan útbúnað og svo var haldið út í brekku að æfa sig.
Vindur stóð í átt að Goorer Berg en ca. 45˚ frá miðju þannig að flugin voru upp og ofan. Verðmætar mínútur fengust þó út úr þessu brölti og þar sem við vorum fyrstir út í brekku nýttust tíminn vel. Við rákumst einnig á keppendur frá Ástralíu, Tævan, Bretlandi, Bandaríkjunum, Póllandi og Hollandi í dag.
Seinni partinn var svo farið í búðarleiðangur áður en haldið var heim á hótel að lagfæra ,,síbrotavélina” en gömul viðgerð gaf sig í lendingu. Eftir það var svo komið að kvöldmat og eftir gott spjall komu menn sér í koju.
Á morgun hefst svo Opna þýska mótið sem stendur yfir fram á miðjan sunnudag en þá um kvöldið er setningarathöfn heimsmeistaramótsins.
Við glímum annars við mikið lúxusvandamál, hitinn fór í 20˚C þegar heitast var í dag, sannarlega mikill munur frá veðrinu í Danmörku fyrir 2 árum síðan!