Heimsmeistaramótið í F3F – Dagur 5

Goorer Berg var það heillinn! 11. umferð gekk vel hjá öllum en í 12. umferð datt vindurinn niður í fyrri hluta hennar. Nýja vélin hans Erlings fór í fjöruferð en betur fór en á heyrði þó ekki náist að gera vélina flugfæra fyrir heimferð.

Sverrir náði að fljúga sína ferð á 99 sekúndum en það var algjörlega á faðir vorinu í lokin þar sem vindurinn var að rokka í kringum lágmarkið. Þetta var því versta umferðin hans og sú sem hann sleppir í talningu.

Sverrir var þó ekki sá eini því alls voru 20 flugmenn þar sem þetta var lakasta umferðin af þessum 12 sem komnar eru. Guðjóni gekk öllu betur enda vindur kominn nær 5 metrum en var samt rokkandi.

Besti tími umferðarinnar var 51,34 sekúndur en einungis 20 bestu tímarnir voru undir 60 sekúndum. Fjórir flugmenn fengu núll stig þar sem uppstreymið var ekki nægjanlegt til að komast aftur á lendingarsvæðið og þeir lentu utan þess. Okkar menn mega því teljast góðir að halda haus og ná stigum úr umferðinni.

13. umferð varð enn skrautlegri en það náðist að láta 48 flugmenn fljúga á um 4 tímum áður en vindur féll niður fyrir lágmarkið lengur en hálftíma og þar með var sjálfhætt og umferðinni skipt upp í hópana. Sverrir var í öðrum hópi og var aftur í lágmarksaðstæðum, en fresta þurfti flugi í um 15 mínútur stuttu áður en hann átti að fara í loftið en hann flaug á talsvert betri tíma og fékk 780,80 stig fyrir. Guðjón er hins vegar í þriðja hóp og flýgur strax í fyrramálið og vonandi náum við svo að klára 14. umferð fyrir hádegi.