Stefánshöfði

Sverrir og Guðjón skelltu sér upp að Kleifarvatni um miðjan dag þar sem þokkalega blés að sunnan og nokkurn veginn á Stefánshöfða. Vindurinn var rysjóttur en þó bara alveg þokkalegur, hiti um 5°C og í kringum 5-6 m/s.

Aðflugið var í leiðinlegri kantinum og fengum þeir smá rispur á vélarnar þegar þær hittu móður jörð aftur eftir stuttan aðskilnað.