Sverrir og Guðjón skelltu sér út á Hamranes eftir vinnu en fínasti vindur blésu úr suðri svo gott hangfæri var í suðurbrekku Bleikisteinsháls. Hiti var við frostmark og vindur stöðugur í kringum 9 til 11 m/s.
Aðstæður voru því eins og best verður á kostið og þar sem sólin skein og blár himinn blasti við okkar mönnum var tækifærið vel nýtt og nokkrar æfingar teknar fyrir komandi tímabil.
Það er rétt tæplega tvær vikur í fyrsta mótið sem fer fram í Hanstholm í Danmörku en þar munu Erlingur og Sverrir taka þátt.