Æsustaðafjall heimsótt

Sverrir og Steini ákváðu að nýta veðurblíðuna og halda upp í Mosfellssveit í gær en fyrir utan flugveðrið stóð líka til að kanna uppgöngu á fjallið úr Skammadal en uppgangan sem farin var síðasta haust var full brött til að þægilegt væri að fara hana reglulega. Skemmst er frá því að segja að uppgangan var allt önnur og mikið þægilegri fyrir menn og módel!

Að þessu sinni var flogið í norðan hangi í annari af skálunum sem eru efst á fjallinu. Fálki nokkur kom á svæðið og reyndi að fljúga með þessari pólsku en gafst fljótlega upp á því og hélt aftur sína leið. Elli leit svo á strákana undir lokin og leist bara vel á aðstæður og ætlaði að reyna að koma aftur við fyrsta tækifæri.