Um þessar mundir stendur yfir endurnýjun á kössum sem notaðir hafa verið til að flytja flugmódelin á milli landa. Eins og gefur að skilja þarf að ganga vel frá þeim fyrir flutning milli landa enda um viðkvæmt innihald að ræða og vont að þurfa að hefja keppnisferðirnar á viðgerðum þegar út er komið.
Blessunarlega höfum við sloppið vel hingað til en hver veit hvenær gæfan snýst, það borgar sig því að vera við öllu búinn!