Þá eru línur farnar að skýrast fyrir árið í ár. Fjórir keppendur halda utan til að taka þátt í fjórum mótum sem haldin verða í þremur löndum frá apríl og fram í september en að auki verður reynt að halda nokkur mót hér heima yfir sama tímabil.
Fyrsta mótið verður haldið í Danmörku dagana 13. til 14. apríl nk. þar sem tveir taka þátt. Næst verður haldið til Noregs til æfinga þar sem endað verður á móti 31. maí til 2. júní en þar verða þrír keppendur. Þriðja mótið fer fram í Danmörku dagana 6. til 8. september, aftur með þrem keppendum, og það fjórða í Wales 13. til 15. september með einum keppanda.
Hér heima er stefnt á mót 4. til 5. maí, 29. til 30. júní og 24. til 25. ágúst. Auk þess er stefnan sett á stífar æfingar þess á milli. Allt er þetta hluti af undirbúningi fyrir heimsmeistaramót FAI í F3F sem fer fram í Frakklandi 2020.