Fyrsta hang ársins

Fyrsta hangflug ársins var flogið í dag en Sverrir og Steini tók nokkur hangflug milli skúra, og færðu sig svo yfir á Hamranesið seinni partinn. Sverrir frumflaug nýrri vél í flotanum þó hún sé nú ekki alveg ókunn flugi.

Það vildi þannig til að á heimsmeistaramótinu síðasta haust þá kom alveg óvart ein sviffluga með aftur heim. Hún kallast Pike Precision og kemur úr sólinni á Spáni en er framleidd í Tékklandi. Svo skemmir ekki fyrir að hún er í stíl við Respect… eða réttara sagt Respect er í stíl við hana.