Leiðangur á Æsustaðafjall

Um miðjan dag í dag var haldið í leiðangur upp á Æsustaðafjall. Strax um síðustu helgi hófust bollaleggingar með hangs í dag þar sem langtímaspáin var einstaklega hagstæð fyrir daginn í dag. Enda hélst spáin að mestu þannig þangað til að stóri dagurinn rann upp.

Ég og Guðjón lögðum í hann aðeins á undan Steina og Árna en þó ekki svo að við vorum bara rétt búnir að taka tvö flug þegar þeir birtust og hófu að fljúga okkur til samlætis. Vindurinn var annað hvort að koma eða fara, alveg frá 11 m/s og niður í 1-2 m/s en við náðum engu að síður að fljúga nokkur flug og nýta daginn vel.

Til gamans má geta þess að vegalengdin frá bílastæðinu og að NA flugstaðnum er um 1500 metrar og tekur um 25 mínútur að rölta þetta á temmilegum hraða, hækkun er um 150 metrar.