Sverrir og Örn skelltu sér í smá hang seinni partinn í rokkandi aðstæðum, þó vindurinn færi alveg upp í 7,5 m/s þá fór hann líka niður inn á milli. Sverrir átti ekki von á miklum vindi og kom bara með Mörðinn með sér en skaust svo heim eftir eitt flug með honum og náði í Respect og notaði hana það sem eftir lifði dags.
Það voru líka teknar nokkrar myndir af línulagningunni sem fylgja hér að neðan en eins og sést á þeim þá er búið að róta ansi miklu til þarna. Til samanburðar má sjá myndir frá síðasta hausti.








