Merki Iceland Open F3F 2020 sem má sjá hér á síðunni var hannað af Sverri Gunnlaugssyni en þar má sjá fána allra þátttökuþjóðanna, punkta sem tákna keppnisstaðina og svifflugu á flugi yfir Íslandi.
Nú eru aðeins 70 dagar í að mótið hefjist en það stendur yfir 1. til 3. maí nk. og eru 23 flugmenn frá 9 þjóðum skráðir til leiks. Stefnir því í hörku keppni þar sem mæta m.a. núverandi heimsbikarmótameistari og margir fastamenn í landsliðum þessara þjóða! Við hvetjum því flugmódelmenn og aðra áhugasama til að líta við á keppnisdögunum og fylgjast með köppunum fljúga.