Síðustu mánuði hefur mikið gengið á í undirbúningi fyrir Iceland Open F3F 2020 sem haldið verður daga 1. til 3. maí nk. Eins og er þá eru 24 flugmenn frá 9 löndum skráðir til leiks og hlökkum við til að taka á móti þeim eftir rétt rúmlega 3 mánuði.
Við hvetjum alla til að líta á okkur á keppnisdögunum því þarna verða margir mjög góðir flugmenn m.a. Sigfried Schedel sem var efstur á heimsbikarlistanum í fyrra og svo verða þarna landsliðsmenn frá nánast öllum þátttökuþjóðunum þannig að það stefnir í feikisterkt mót!
Mótið er hluti af heimsbikarmóti FAI 2020 og Evrópubikarmótinu 2020.
Bjöllumennirnir okkar verða vel vopnum búnir en búið er að setja saman þessar fínu gikksnúrur fyrir bjöllukerfið sem ætti að auðvelda þeim verkið og vernda merkið samhliða því.