Það vill nú bara þannig til að stundum er meiri yfirferð á golunni en gengur og gerist þegar við erum að fljúga hangflug. Þá er rétt svo að flugmaðurinn sem stendur næst hátalaranum heyri hvað er að gerast en nú ættu aðrir á svæðinu einnig að vera vel upplýstir um það sem er að gerast hverju sinni þökk sé nýja LED skjánum!

