Bjartur og fagur maídagur eins og þeir gerast bestir, að vísu var í kaldari kantinum til að byrja með en það hlýnaði þó aðeins þegar leið á daginn. Tækifærið var vel nýtt til að dusta rykið af svifflugunum eftir langan en mildan vetur og voru ótalmörg spilstört tekin í dag. Tækifærið var einnig nýtt og skipt um línu í spilinu en nýjar línur voru pantaðar í vetur ásamt fallhlíf og fylgihlutum alla leið frá Þýskalandi.
Nýju línunni var vel tekið og voru menn almennt sammála um að hún hafi verið til mikilla bóta fyrir afköst spilsins. Stefnt er á að taka annan spildag/spilkvöld fyrir Kríumótið sem áætlað er að halda 5. júní nk.