Bleikisteinsháls í maílok

Það rættist úr veðrinu eftir því sem leið á morgunin svo Sverrir og og Guðjón voru komnir út í brekku rétt rúmlega 10. Síðar um daginn leit Árni svo við og Böðvar bættist í hópinn stuttu síðar. Þrátt fyrir úrhellisrigningu í rúma 12 tíma var jörðin skraufaþurr og einu ummerkin um bleytu var að finna á stöku laufblaði. Vindurinn fór mest upp í 17 m/s á meðan mælt var en meðalvindurinn var alveg frá 10 m/s og upp fyrir 15 m/s svo aðstæður til hangs voru mjög fínar.