Hvítasunnufjör í Þorlákshöfn

Eftir flug í Kömbunum og hádegismat í Hveragerði þá skelltu Sverrir og Erlingur sér sem leið lá á Þorlákshöfn og á leiðinni bættist Guðjón við í hópinn. Á meðan að eitthvað var um rigningu á SV horninu þá var blár himinn, létt hafgola og glampandi sól sem tók á móti þeim félögum við komuna. Þeim var því ekkert að vanbúnaði við að hefja sig til flugs og deilda við loftrýminu með nokkrum svifvængjum sem voru að mestu austan við flugstaðinn.