Komið saman á Bleikisteinshálsi

Sverrir rétt náði í skottið á Böðvari og Guðjóni sem voru að hangsa á Bleikisteinshálsi í dag. Vindurinn var mjög rokkandi þannig að þrátt fyrir 8+ m/s þá var hann mjög óstöðugur og gekk á með sviptingum. En menn létu það ekki á sig fá heldur nýttu tækifærið og söfnuðu í reynslubankann fyrir komandi keppnir.