Eins og í fyrra urðum við 5 sem mættum til keppnis á júlímótið en að auki fengum við 3 aðstoðarmenn sem létti talsvert undir með okkur. Aðstæður voru nokkuð góðar, 10-11 m/s og nokkuð stöðugur vindur allan daginn. Keppnin gekk vel fyrir sig og urðu engin óhöpp á mönnum né vélum fyrir utan einstaka rispur eins og gengur og gerist.
Eftir fyrstu þrjár umferðirnar var stutt matarhlé en að því loknu var tekið til og flognar sex umferðir í viðbót áður en menn ákváðu að láta þetta gott heita. Upplýsingaskjárinn stóð sig líka mjög vel í frumraun sinni og voru viðstaddir sammála um að hann væri til mikilla bóta fyrir þá sem eru að fylgjast með þar sem það heyrist ekki alltaf svo vel í rokinu á hvaða tíma flugmennirnir eru að fljúga á auk þess sem hann birtir upplýsingar um næstu flugmenn og vind.
Hraðasta fyrsta legg átti Erlingur en hann var 2,09 sekúndur í þriðju umferð en besta tímann átti Sverrir á 48,13 sekúndum í níundu umferð. Þessa og aðra tölfræði er hægt að skoða í flipunum [Preliminary Rounds | Pilots | Posistion Chart | Rankings | Stats | Graphs] inn á F3XVault.
Aðstoðarmennirnir Árni, Frímann og Hannes fá kærar þakkir fyrir aðstoðina frá keppendum og mótsstjórn.
Rásröðin var sem hér segir:
- Erlingur
- Böðvar
- Sverrir
- Guðjón
- Jón
Úrslit urðu sem hér segir, áhugasamir geta skoðað nánari greiningu á vef F3XVault: