Sunnan súld og fjör í byrjun árs

Guðjón og Sverrir litu við á Bleikisteinshálsi seinni partinn í súld og sunnan fjöri, Erlingur hafði verið á ferðinni fyrr um daginn en þá var súldin talsvert þykkari og einungis kafbátafæri. Fínasti vindur var upp á hálsinum, 13 m/s fínn og stöðugur.

Tvö og hálft flug var niðurstaða dagsins og fyrstu hangflug ársins komin í hús og vonandi verða þau talsvert fleiri á árinu.