Blindflugsréttindin endurnýjuð

Það var ekki vanþörf á blindflugsréttindum á tímabili en hvað gerir maður ekki fyrir smá hang á þessum síðustu og verstu. Eftir einn blautasta vetur í manna minnum þá eru öll tækifæri gripin þegar lítur út fyrir að hægt verði að fljúga.

Erlingur, Guðjón og Sverrir skelltu sér upp á Bleikisteinsháls og flugu bæði í S brekkununi og SA brekkustubbnum inn á milli og í miðjum hríðum en eins og skáldið sagði þá styttir alltaf upp og lygnir. Sem betur fer lygndi þó ekki í dag en það stytti svo sannarlega upp með fallega bláum himni.