Þorlákshöfnin þreyjuð

Mark og John Treble komu til landsins í gærdag en þeir ætla að taka þátt í Iceland Open F3F 2022 um næstu helgi. Auðvitað var ekki annað hægt en að fara með þá á smá rúnt um helstu hangstaði SV hornsins og auðvitað að taka nokkur flug í leiðinni. Aðstæður í Þorlák voru þokkalegar, 4-6 m/s krossaður vindur en þegar leið á daginn fór aðstæðum hrakandi eins og sjá má á alla vega einni mynd og í vídeóinu.

Þeim feðgum leist bara nokkuð vel á aðstæður og ekki skemmdi ein með öllu á bakaleiðinni upplifunina.