Melasveitin mjökuð

Eftir frekar vindlausan dag þá fór Kári aðeins að lifna við á Vesturlandinu þegar leið á daginn svo það var ekkert annað í stöðunni en að skunda norður í Melasveit og láta reyna á aðstæður þar. Sem fyrr voru Mark og John með í för en nú var Armin Hortzitz frá Þýskalandi búinn að bætast í hópinn. Þegar við mættum á staðinn voru ekkert alltof glæsilegar aðstæður en samt flughæft, 5-6 m/s og aðeins krossað.

Sverrir fékk heiðurinn af fyrsta flugi dagsins og svo skellti Mark sér í loftið á eftir honum en svo fór heldur að draga niður í Kára eftir það svo seinna flugið hjá Sverri var í styttra lagi og John og Armin ákváðu að halda sig á jörðinni eftir það