Það spáði 5-6 m/s en reyndis svo vera 10 m/s og þegar leið á fór hann í 12 m/s og talsvert ofar í hviðum. Sverrir og Siggi vorum mættir út í brekku um tíuleytið og Guðjón og Erlingur bættust svo fljótlega í hópinn. Siggi frumflaug Chris Foss Phase 6 með nýju vængsniði og gekk það bara ljómandi vel. Eftir stutt matarhlé héldum við Erlingur svo áfram að fljúga.