Sverrir, Jón og Guðjón skelltu sér í Kambana snemma í morgun til að ná nokkrum flugum á meðan enn væri þurrt og gekk það eftir. Fínn vindur, 8-10 m/s og svo alveg upp í 13 m/s í hviðunum. Ekki bar mikið til tíðinda en mikið var flogið á þessum stutta tíma og gengu flugin vel fyrir sig.