Kríumótið 2022

Veðurútlitið var ekki bjart fyrir viku síðan en eins og við vitum þá getur veðurútlitið breyst skjótar en hendi er veifað og þó það hafi ekki verið raunin í dag þá fór spáin batnandi þegar leið á vikuna. Svo var algjör bongóblíða á Sandskeiðinu í dag þó oft á tíðum kólnaði full mikið þegar ský dróg fyrir sólu þá gripu menn bara næstu yfirhöfn á meðan á því stóð.

Hægur vestlægur vindur beint eftir skeiðinu var niðurstaða dagsins, með einhverri uppstreymisvirkni, misgóðri þó. Þrír keppendur fór nálægt sex mínútunum og besti tíminn í hraðafluginu var rétt rúmlega 19 sekúndur og náðu þrír keppendur að vera í nær tuttugu sekúndunum heldur en þrjátíu. Mini Graphite var vinsælasta flugmódel dagsins en 3 slíkar mættu til leik en að auki voru Freestyler, Pike Precision og Respect mættar til leiks.

Sem fyrr var byrjað á tímafluginu og voru tímarnir allt frá einni og hálfri mínútu og upp í sex mínútur svo aðstæður voru breytilegar en almennt bara þokkalega góðar. Stebbi varð fyrir því óláni að missa vélina niður í spilstartinu fyrir þriðju umferðina af tímafluginu og missti þar af leiðandi af hraðafluginu en tók þá í staðinn að sér hliðvörslu í B hliðinu og fær kærar þakkir fyrir það.

Árni og Steini fá kærar þakkir fyrir veitta aðstoð, hefði orðið erfitt án þeirra, keppendur fá kærar þakkir fyrir skemmtilegt mót og minni ég á að næsta hástartsmót verður þann 25. júní nk. á Sandskeiði.

Áhugasamir geta séð nánari útlistun á vef F3X Vault, https://f3xvault.com/?action=event&func … nt_id=2424