Ekkert júnímót

Það var fámennt en góðmennt í Draugahlíðunum í morgun þannig að við, Elli, Guðjón og Sverrir ákváðum bara að slá þessu upp í góðan æfingadag. Siggi og Jón bættust svo í hópinn svo það rættist nú aðeins úr fjöldamálunum og svo leit Mundi við í heimsókn þegar líða fór á daginn. Nokkuð stöðug vestanátt en inn á milli komu svo uppstreymisbólur og breyttu aðeins stöðunni á loftinu.