Eftir að hafa skoðað veðurspána fyrir um viku síðan þá var ákveðið að reyna að stefna á að halda Íslandsmótin í hangi og hástarti um þessa helgi. Spáin rokkaði aðeins fyrir sunnudaginn en það fór svo að hún rættist og hástartmótið var haldið í hægviðri á Sandskeiði.
Nýja spilið var líka vígt og voru menn sammála um að það væri talsvert öflugra en þrítugi öldungurinn sem hefur verið notaður hingað til en hann er nú aldeilis búinn að skila sínu í gegnum árin og eflaust hvíldinni feiginn! Fyrir næsta sumar þarf svo að endurnýja geyminn en það er seinni tíma pæling.
Dagurinn gekk áfallalaust fyrir sig þrátt fyrir að nokkuð margar tilraunir hafi þurft til að hefja tímaflugið en fyrstu þrjú störtin fóru forgörðum af ýmsum ástæðum.
Það var nóg að gera hjá félögum okkar í sviffluginu og var mikið flogið, bæði spiltog og flugtog. Fær Svifflugfélagið kærar þakkir fyrir afnot af svæðinu og er ómetanlegt að geta fengið aðgang að Sandskeiðinu hjá þeim fyrir mótshaldið.
Sérstakar þakkir frá keppendum og mótsstjórn fær Hannes fyrir alla hjálpina, hefði verið erfitt án hennar.
Eftir 3 umferðir fóru leikar svo, áhugasamir geta skoðað nánari greiningu á vef F3XVault. *
* Hrágögnin eru neðst í myndapakkanum ef einhverjir vilja spreyta sig á útreikningum.