Þorlákshöfn könnuð enn betur

Það fór eitthvað lítið fyrir þjóðhátíðarfögnuði BNA manna í Þorlákshöfn í dag þannig að Sverrir og Elli notuðu tækifærið og skoðuðu ströndina á sitt hvorum endanum. Vel flughæft nær Þorlákshöfninni en út við námu eru þetta orðið of sundurskorið, eftir er að skoða þetta aðeins nær golfvellinum austan megin. Tókum svo smá flug við Þorlákshöfnina… Continue reading Þorlákshöfn könnuð enn betur

Júnímótið sem ekki varð

Veðurspáin var frekar óróleg fyrri hluta vikunnar en róaðist þegar nær dróg laugardeginum kannski um of miðað við fyrri spár, en þær eru einmitt bara það spár, og þegar á hólminn var komið þá var vindurinn alveg upp í 8 metra vestanstæður en var nokkuð stöðugur í kringum 5 til 6 metra yfir daginn. Heldur… Continue reading Júnímótið sem ekki varð

Draugahlíðar snemmsumars

Sverrir, Guðjón og Elli skelltum sér í Draugahlíðarnar í dag, fínasta veður, hiti um 12°C, vindur var um 6 til 9 m/s, byrjaði í NNV en færði sig svo meira í V átt eftir því sem leið á daginn. Nóg var flogið og fínustu aðstæður í veðurblíðunni. Elli frumflaug Impulse og gekk það ljómandi vel,… Continue reading Draugahlíðar snemmsumars

Maímótið haldið í Þorlákshöfn

Veðurspáin varð sífellt hagstæðari eftir því sem á leið vikuna svo eftir að hafa tekið veðrið í morgun þá var ákveðið að hittast í Kömbunum kl.10. Þangað mættu 5 galvaskir flugmenn og 3 grjótharðir aðstoðarmenn að taka stöðuna. Vindurinn blés í kringum 30° á brekkuna en veðurmælar sýndu að vindur var beint á sandölduna við… Continue reading Maímótið haldið í Þorlákshöfn