Beint á ská

Sverrir, Lúlli, Elli og Guðjón tóku góða rispu í hanginu frá því seinni partinn og fram á kvöld en Lúlli byrjaði daginn snemma og tók dagvaktina líka. Flottar aðstæður í dag og ekki leiðinlegt að fá að hanga örlítið með félögunum. Þeir færðu sig svo yfir á Hamranesið og tóku þátt í flugkvöldinu þar en… Continue reading Beint á ská

Dráttarhlíð

Sverrir og Erlingur lögðu land undir fót um kvöldmatarleytið og skelltu sér á Þingvelli, planið var að fljúga í brekku sem var skoðuð í fyrrasumar en hún er við Steingrímsstöð og heitir Dráttarhlíð skv. kortum LMÍ. Tíu sekúndna meðalvindur var í kringum 9 m/s og nokkuð stöðugur vindur allan tímann. Hangið nær nokkuð langt út… Continue reading Dráttarhlíð

Júlímótið í Draugahlíðum

Á lokametrunum saxaðist eitthvað úr hópnum sem ætlaði á mæta á júlímótið en að lokum vorum það 5 keppendur sem mættu upp í Draugahlíðar, Böðvar, Erlingur, Guðjón, Rafn og Sverrir. Aðstæður voru skrýtnar þegar þeir mættu og reyndar næstu tímana líka en það blés eiginlega á bæði V (sem er nær NV) og N brekkuna.… Continue reading Júlímótið í Draugahlíðum

Bleikisteinshálsinn fagri

Eftir hástartsmótið ákváðu Sverrir og Elli að kíkja upp á Bleikisteinsháls en skv. spá, og veðurmælum, viðraði ágætlega til hangs á honum. Það reyndist vera svo og var vindur um 6 til 8 m/s og mjög skemmtilegt hang. Þeir eyddu því alls um tveim tímum í alls konar hangs og skemmtun og var þetta fínn… Continue reading Bleikisteinshálsinn fagri