Íslandsmótið í hangi F3F 2021

Eftir að hafa tekið stöðuna upp á Sandskeiði rétt fyrir klukkan 10 í morgun var ákveðið að nota daginn í hangflug þar sem hátt í 12 m/s voru í Kömbunum og á Sandskeiði voru um 8 m/s. Eftir uppsetningu á keppnisbrautinni þá var vindurinn dottinn niður í nánast ekki neitt í Kömbunum svo við ákváðum… Continue reading Íslandsmótið í hangi F3F 2021

Júlímót F3F

Eins og í fyrra urðum við 5 sem mættum til keppnis á júlímótið en að auki fengum við 3 aðstoðarmenn sem létti talsvert undir með okkur. Aðstæður voru nokkuð góðar, 10-11 m/s og nokkuð stöðugur vindur allan daginn. Keppnin gekk vel fyrir sig og urðu engin óhöpp á mönnum né vélum fyrir utan einstaka rispur… Continue reading Júlímót F3F

Komið saman á Bleikisteinshálsi

Sverrir rétt náði í skottið á Böðvari og Guðjóni sem voru að hangsa á Bleikisteinshálsi í dag. Vindurinn var mjög rokkandi þannig að þrátt fyrir 8+ m/s þá var hann mjög óstöðugur og gekk á með sviptingum. En menn létu það ekki á sig fá heldur nýttu tækifærið og söfnuðu í reynslubankann fyrir komandi keppnir.

Gráglettni veðurguðanna

Þeir geta farið illa með mann veðurguðirnir, á meðan við vorum að fljúga í vestan átt á Sandskeiði þá var SA 7-9 m/s í Kömbunum og bullandi hangveður. En þeir létu það ekki á sig fá sem mættu með hástartvélar en það voru Böðvar, Jón og Sverrir, og flugum þess heldur fleiri spilstört. Flogið var… Continue reading Gráglettni veðurguðanna