Seinni keppnisdagur í Páskamótinu

Keppt var í Vigsø brekkunni og var vindurinn rokkandi í allan dag, allt frá 3 m/s og upp í 11 m/s. Það voru því mjög misjafnir tímar sem menn fengu allt eftir því hversu heppnir þeir voru vindlega séð. Hraðast tími dagsins var 39,29 sekúndur en hann átti Knud Hebsgaard í 12. umferð og svo Thorsten Folkers í 13. umferð á meðan lakasti tíminn var 82,45 sekúndur og svo allt þar á milli.

Þar sem ekki var um fullan keppnisdag að ræða náðist einungis að fljúga 5 umferðir og gekk heilt yfir nokkuð vel. Erlingur fékk endurflug þar sem að tímatökubúnaðurinn klikkaði fljótlega eftir að hann fór í loftið í 12. umferð.

Í fyrsta sæti var Thorsten Folkers, í öðru sæti Søren Krogh og í þriðja sæti Peter Kowalski. Sverrir endaði í 29. sæti og Erlingur í 32. sæti, áhugasamir geta séð meira um mótið á vef F3XVault.