Draugahlíðar norður

Þrátt fyrir að annað mætti ætla af myndunum þá var ekki kalt upp í Draugahlíðum en það var svakaleg yfirferð á logninu, 16-20 m/s og á tímabili upp fyrir það þó ekki væri símælingu í gangi hjá okkur.

Það fór ekkert á milli mála þegar að brekkubrún var komið að nú þyrfti að láta hendur standa fram úr ermum og öll ballestin var sett um borð í sviffluguna sem þýddi að hún fór úr ca. 2,2 kg og upp í 4 kg og eftir að upp var komið þá var augljós að hún hefði ráðið léttilega við allt að 1 kg í viðbót ef það hefði verið í boði. En svo var ekki þannig að þá var bara að lifa og njóta með því sem í boði var þessu sinni.