Leiðangur á Æsustaðafjall

Um miðjan dag í dag var haldið í leiðangur upp á Æsustaðafjall. Strax um síðustu helgi hófust bollaleggingar með hangs í dag þar sem langtímaspáin var einstaklega hagstæð fyrir daginn í dag. Enda hélst spáin að mestu þannig þangað til að stóri dagurinn rann upp. Ég og Guðjón lögðum í hann aðeins á undan Steina… Continue reading Leiðangur á Æsustaðafjall

Nýtt heimili á vefnum, F3F.is

Nú höfum við fest kaup á vefslóðinni F3F.is en það er heitið á keppnisflokknum sem við keppum í en einnig er það mun þægilegra fyrir fólk að muna og þar sem við stefnum á að halda alþjóðlegt mót hér heima á næsta ári er það ekki verra fyrir útlendingana að hafa eitthvað stutt og laggott… Continue reading Nýtt heimili á vefnum, F3F.is

F3F Vormót 2019

Sverrir og Guðjón voru mættir út á Hamranes um tíuleytið og eftir að hafa haldið upp brekkuna með vélarnar sínar þá var augljóst að vindur væri á svæðinu og mótið yrði haldið í dag. Þá var ekkert annað í stöðunni en að rölta aftur niður í bíl og ná í hliðin og tímatökubúnaðinn. Aðrir keppendur… Continue reading F3F Vormót 2019

Seinni keppnisdagur í Páskamótinu

Keppt var í Vigsø brekkunni og var vindurinn rokkandi í allan dag, allt frá 3 m/s og upp í 11 m/s. Það voru því mjög misjafnir tímar sem menn fengu allt eftir því hversu heppnir þeir voru vindlega séð. Hraðast tími dagsins var 39,29 sekúndur en hann átti Knud Hebsgaard í 12. umferð og svo… Continue reading Seinni keppnisdagur í Páskamótinu

Fyrri keppnisdagur í Páskamótinu

Keppt var í Kridtvejen brekkunni og byrjaði dagurinn í 8 m/s en færðist svo upp í 12 m/s með hviðum upp fyrir 14 m/s. Á dagskránni var að fljúga alla vega 5 umferðir og náðist það rétt eftir klukkan 14 en þá var ákveðið að bæta 3 umferðum við þannig að alls voru flognar 8… Continue reading Fyrri keppnisdagur í Páskamótinu