Bleikisteinshálsinn krossaður

Seinni partinn kíktu Sverrir, Elli og Guðjón á Bleikisteinsháls, vindurinn var búinn að vera að skakklappast út um allt megnið af deginum en leit út fyrir að vera orðin stöðugri seinni partinn. Það reyndust þó vera falsvonir miklar en engu að síður var hangfært í stóru brekkunni lengi vel þó vindurinn væri vel krossaður á… Continue reading Bleikisteinshálsinn krossaður

Beint á ská

Sverrir, Lúlli, Elli og Guðjón tóku góða rispu í hanginu frá því seinni partinn og fram á kvöld en Lúlli byrjaði daginn snemma og tók dagvaktina líka. Flottar aðstæður í dag og ekki leiðinlegt að fá að hanga örlítið með félögunum. Þeir færðu sig svo yfir á Hamranesið og tóku þátt í flugkvöldinu þar en… Continue reading Beint á ská

Dráttarhlíð

Sverrir og Erlingur lögðu land undir fót um kvöldmatarleytið og skelltu sér á Þingvelli, planið var að fljúga í brekku sem var skoðuð í fyrrasumar en hún er við Steingrímsstöð og heitir Dráttarhlíð skv. kortum LMÍ. Tíu sekúndna meðalvindur var í kringum 9 m/s og nokkuð stöðugur vindur allan tímann. Hangið nær nokkuð langt út… Continue reading Dráttarhlíð

Júlímótið í Draugahlíðum

Á lokametrunum saxaðist eitthvað úr hópnum sem ætlaði á mæta á júlímótið en að lokum vorum það 5 keppendur sem mættu upp í Draugahlíðar, Böðvar, Erlingur, Guðjón, Rafn og Sverrir. Aðstæður voru skrýtnar þegar þeir mættu og reyndar næstu tímana líka en það blés eiginlega á bæði V (sem er nær NV) og N brekkuna.… Continue reading Júlímótið í Draugahlíðum

Bleikisteinshálsinn fagri

Eftir hástartsmótið ákváðu Sverrir og Elli að kíkja upp á Bleikisteinsháls en skv. spá, og veðurmælum, viðraði ágætlega til hangs á honum. Það reyndist vera svo og var vindur um 6 til 8 m/s og mjög skemmtilegt hang. Þeir eyddu því alls um tveim tímum í alls konar hangs og skemmtun og var þetta fínn… Continue reading Bleikisteinshálsinn fagri