Góður dagur í Vigsø
Erlingur og Sverrir nýttu daginn vel til æfinga í Vigsø. Espen og Kristjan voru einnig á svæðinu í svipuðum hugleiðingum. Menn eru svo vel stemmdir fyrir morgundeginum en þá hefst Páskamótið hér í Hanstholm.
Erlingur og Sverrir nýttu daginn vel til æfinga í Vigsø. Espen og Kristjan voru einnig á svæðinu í svipuðum hugleiðingum. Menn eru svo vel stemmdir fyrir morgundeginum en þá hefst Páskamótið hér í Hanstholm.
Sverrir og Guðjón skelltu sér upp að Kleifarvatni um miðjan dag þar sem þokkalega blés að sunnan og nokkurn veginn á Stefánshöfða. Vindurinn var rysjóttur en þó bara alveg þokkalegur, hiti um 5°C og í kringum 5-6 m/s. Aðflugið var í leiðinlegri kantinum og fengum þeir smá rispur á vélarnar þegar þær hittu móður jörð… Continue reading Stefánshöfði
Sverrir og Guðjón skelltu sér út á Hamranes eftir vinnu en fínasti vindur blésu úr suðri svo gott hangfæri var í suðurbrekku Bleikisteinsháls. Hiti var við frostmark og vindur stöðugur í kringum 9 til 11 m/s. Aðstæður voru því eins og best verður á kostið og þar sem sólin skein og blár himinn blasti við… Continue reading Hangið við Hamranes
Sverrir og Steini ákváðu að nýta veðurblíðuna og halda upp í Mosfellssveit í gær en fyrir utan flugveðrið stóð líka til að kanna uppgöngu á fjallið úr Skammadal en uppgangan sem farin var síðasta haust var full brött til að þægilegt væri að fara hana reglulega. Skemmst er frá því að segja að uppgangan var… Continue reading Æsustaðafjall heimsótt
Um þessar mundir stendur yfir endurnýjun á kössum sem notaðir hafa verið til að flytja flugmódelin á milli landa. Eins og gefur að skilja þarf að ganga vel frá þeim fyrir flutning milli landa enda um viðkvæmt innihald að ræða og vont að þurfa að hefja keppnisferðirnar á viðgerðum þegar út er komið. Blessunarlega höfum… Continue reading Litlir kassar