Æsustaðafjall klifið

Æsustaðafjallið hefur verið á dagskrá hjá okkur í þó nokkurn tíma. Guðjón flaug talsvert þarna í „gamla daga“ en við höfum ekki verið á ferðinni í réttum skilyrðum til að fljúga þarna síðustu misserin. Æsustaðafjall er 220 metra hátt en til þess að komast upp þarf að labba fimm sinnum lengri vegalengd og allt upp… Continue reading Æsustaðafjall klifið

Burðast á Bleikisteinsháls

Nú gildir að nýta hverja einustu stund til flugs svo það var stokkið af stað seinni partinn og í næstu brekku, svona loksins þegar blés vel á. Vindurinn fór upp fyrir 10 m/s en líka niður fyrir 4,5 m/s en lengst af var hann í kringum 7 m/s. Það hittist líka þannig á að við… Continue reading Burðast á Bleikisteinsháls

Hangið á lyginni

Blásið var til sóknar í vikunni og stefnt á flug núna um helgina. Þegar laugardagsmorgun rann upp lá það ljóst fyrir að þokkalegustu aðstæður voru í Kömbunum svo þangað var haldið. Við komuna var sæmilegur vindur á svæðinu eða í kringum 5 m/s. Eftir að búið var að setja saman svifflugurnar var arkað áleiðs að… Continue reading Hangið á lyginni

Merki liðsins

Nú eru rétt um 7 vikur í að heimsmeistaramótið í hangflugi módelsviffluga, F3F, verði sett í Kap Arkona í Rügen, Þýskalandi og undirbúningur er á fullu. Eins og öllum góðum liðum sæmir þá þurfum við merki og nú er komið að frumsýningu á því hér á vefnum okkar. Merkið hannaði Sverrir Gunnlaugsson með endurgjöf frá… Continue reading Merki liðsins

Kambarnir eftir smá hlé

Það er komin rúmur mánuður síðan við flugum síðast í Kömbunum en ekki hefur farið mikið fyrir A-SA áttum síðustu vikur. Við vorum komnir í Kambana seinni part dags, eftir smá krókaleið í gegnum Þrengslin vegna vegaframkvæmda við skíðaskálann í Hveradölum, löngu tímabærar vegabætur sem munu gera aksturinn talsvert þægilegri vonandi næsta árið hið minnsta.… Continue reading Kambarnir eftir smá hlé