Hádegishang

Samkvæmt veðurspá átti að vera þolanleg flugskilyrði á Bleikisteinshálsi í kringum hádegið og þegar það gekk eftir þá var lagt í hann út á svæði og upp brekkuna. Skilyrðin voru þokkaleg, meðalvindur í kringum 6 m/s en sá styrkur gefur ekki mikið hang á norðurhliðinni en engu að síður þarf að standa klár á flugi… Continue reading Hádegishang

Hægviðri á Bleikisteinshálsi

Það voru þokkalegar aðstæður á Bleikisteinshálsi í kvöld, 4 til 5,5 m/s, sól og léttskýjað. Smá kuldi í lofti en bein áhrif sólar drógu verulega úr áhrifum hans svo mönnum varð ekki kalt. Dýrmætar mínútur sem þarna náðust í nokkrum flugum en nú skiptir hver flogin mínúta miklu máli, sérstaklega á nýjum vélum. Hægt er… Continue reading Hægviðri á Bleikisteinshálsi

Hangið í Draugahlíðum

Eftir að hafa fylgst með langtíma veðurspánni lofa góðu í dag voru menn orðnir spenntir! Ekki stóðst spáin alveg 100% en nóg af var norðanstæðum vindi í kortunum. Því var haldið sem leið lá í Draugahlíðarnar þar sem Guðjón og Sverrir tóku góða rispu fram eftir degi við topp aðstæður. Meðalvindur var á bilinu 12-14… Continue reading Hangið í Draugahlíðum

Tveir mánuðir í heimsmeistaramótið

Nú eru rétt um tveir mánuðir þangað til flautað verður til leiks í heimsmeistaramótinu í F3F í Rügen og nú þegar búið er að loka fyrir skráningar í keppnina er 21 þjóð skráð til leiks. Flestar eru þjóðirnar með fullskipað lið en samtals eru 63 flugmenn, þar af 3 ungmenni, sem munu hefja keppni þann… Continue reading Tveir mánuðir í heimsmeistaramótið

Bleikisteinsháls er vinsælasti staðurinn

Náðum smá hangi þar áður en vindurinn snéri sér annað. Nú eru rétt rúmlega tveir mánuðir þangað til flautað verður til leiks í Rügen en í augnablikinu eru 17 þjóðir skráar til leiks. Flestar eru þjóðirnar með fullskipað lið en samtals eru 49 flugmenn, þar af einn U18, sem munu hefja keppni þann 8. október… Continue reading Bleikisteinsháls er vinsælasti staðurinn