Júlí byrjar vel í Kömbunum
Viti menn, flugfært 1. júlí, vonandi veit það á gott með næstu daga og vikur! Það voru topp aðstæður í Kömbunum, 7°C, 10-12 m/s, þurrt en nokkuð kaldur blástur. Á heimleiðinni hittum við Eystein sem var að frumfljúga Phoenix 1600.