Dagur átta – fimmti keppnisdagur

Það stóð heima þegar menn vöknuðu í morgun, enn var vindur mikill en þó heldur minni en í gær. En og aftur var það Kridtvejen brekkan sem vindurinn stóð á þó hann væri nokkrum gráðum til hliðar við það sem hann var í gær. Það bætti þó heldur í þegar leið á morguninn og var… Continue reading Dagur átta – fimmti keppnisdagur

Dagur sjö – fjórði keppnisdagur

Það var enn hvassara í morgun þegar menn fóru á fætur og aftur lá leiðin út í Kridtvejen. Dagurinn byrjaði með liðsstjórafundi þar sem keppnisstjórinn tilkynnti að þeir ætluðu að láta 20 umferðir duga, fjórar í dag, fjórar á föstudag og svo laugardagur í frjálst flug fyrir keppendur og aðstoðarmenn og gefa þannig aðstoðarmönnunum sem… Continue reading Dagur sjö – fjórði keppnisdagur

Dagur sex – þriðji keppnisdagur

Það var vel hvasst í morgun þegar menn fóru á fætur og engin breyting á brekku, í Kridtvejen skyldi haldið. Brekkan sú er innan skilgreinds þjóðgarðssvæðis og umferð bara heimil fótgangandi og á hjólum. Skipuleggjendur höfðu fengið leyfi frá yfirvöldum til að keyra eftir stíg sem liggur fyrir neðan brekkuna svo það sparaði talsvert labb… Continue reading Dagur sex – þriðji keppnisdagur

Dagur fimm – Annar keppnisdagur

Það stóð heima sem spáð hafði verið, dagurinn skyldi floginn í Vigsø brekkunni og talsvert hafði dregið úr vindinum frá því í gær. Reyndar svo mikið að fyrstu menn voru ekki ræstir út fyrr en um 10 leytið Þegar aðeins var búið að bæta í vindinn. Vigsø brekkan stendur mjög vel fyrir okkur en hún… Continue reading Dagur fimm – Annar keppnisdagur

Dagur fjögur – fyrsti keppnisdagur

Það var myrkur þegar fyrstu menn fóru á fætur og talsvert meiri vindur heldur en spáð var. Eftir kjarngóðan morgunmat þá var haldið af stað í brekkuna ,,Hamborg’’ en hún er sú besta sem Danaveldi hefur upp á að bjóða, 35 metra há, aflíðandi og snýr beint út á sjó. Eftir að hafa slegið upp… Continue reading Dagur fjögur – fyrsti keppnisdagur