Flogið í norðurskarðinu

Sverrir og Guðjón skelltu sér á Æsustaðafjallið eftir hádegi í dag en að þessu sinni var flogið í fyrsta skarðið þegar gengið er upp úr Skammadal en það vís á móti norðri. Vindur var að NV, stöðugur í kringum 10-12 m/s en fór alveg upp í 16 m/s í hviðunum. Þrátt fyrir þennan mikla vind… Continue reading Flogið í norðurskarðinu

Ásfjallið á sínum stað

Sverrir og Guðjón skelltu sér í smá leiðangur og kíktu á nokkra svifflugsstaði fyrir Iceland Open F3F 2020, en svo skemmtilega vildi til að það blés beint á Ásfjallið svo vélinni hans Guðjóns var hent fram af og viti menn, hún kom til baka. Leiðangurinn heppnaðist annars vel og voru margar brekkur teknar út og… Continue reading Ásfjallið á sínum stað

F3F sumarmót

Snemma í síðustu viku var veðurspáin fyrir síðustu helgi orðin frekar léleg hvað hangskilyrði varðaði og fór það svo að ekki var hangfært alla helgina. Hins vegar leit spáin mjög vel út fyrir mánudaginn og má eiginlega segja að hún hafi batnað með hverjum deginu sem leið og bætti svo enn frekar í vindinn í… Continue reading F3F sumarmót

Línulegar aðstæður

Sverrir og Örn skelltu sér í smá hang seinni partinn í rokkandi aðstæðum, þó vindurinn færi alveg upp í 7,5 m/s þá fór hann líka niður inn á milli. Sverrir átti ekki von á miklum vindi og kom bara með Mörðinn með sér en skaust svo heim eftir eitt flug með honum og náði í… Continue reading Línulegar aðstæður

Norway Open þriðji dagur

Það rigndi eins og hellt væri úr fötu í nótt en þegar við fórum á fætur um hálf sjö þá voru einstaka dropar á stangli og leit bara ansi hreint bærilega út með að nóg yrði flogið í dag. Veðurspáin hafði breyst örlítið og átti að verða þurrt fram að hádegi en svo átti að… Continue reading Norway Open þriðji dagur