Íslandsmótið í hástarti F3B

Eftir að hafa skoðað veðurspána fyrir um viku síðan þá var ákveðið að reyna að stefna á að halda Íslandsmótin í hangi og hástarti um þessa helgi. Spáin rokkaði aðeins fyrir sunnudaginn en það fór svo að hún rættist og hástartmótið var haldið í hægviðri á Sandskeiði. Nýja spilið var líka vígt og voru menn sammála um… Continue reading Íslandsmótið í hástarti F3B

Íslandsmótið í hangi F3F

Eftir að hafa skoðað veðurspána fyrir um viku síðan þá var ákveðið að reyna að stefna á að halda Íslandsmótin í hangi og hástarti um þessa helgi. Spáin var nokkuð stöðug fyrir laugardaginn með góðri norðanátt og fór svo að það rættist og hangmótið var haldið í dag í Draugahlíðum norður. Kári var reyndar í stríðnisskapi og… Continue reading Íslandsmótið í hangi F3F

Draugahlíðar norður

Þrátt fyrir að annað mætti ætla af myndunum þá var ekki kalt upp í Draugahlíðum en það var svakaleg yfirferð á logninu, 16-20 m/s og á tímabili upp fyrir það þó ekki væri símælingu í gangi hjá okkur. Það fór ekkert á milli mála þegar að brekkubrún var komið að nú þyrfti að láta hendur… Continue reading Draugahlíðar norður

Síðdegisvaktin

Fjör á morgunvaktinni en viðraði ekki í hangið fyrr en upp úr miðjum degi. Sverrir skellti sér á hálsinn og tók nokkrar góðar rispur, rokkandi vindur en ekki mikið niður fyrir 9 metrana og 12+ þegar mest var. Sverrir er ekki enn búinn að fullkomna að fljúga og taka myndir á sama tíma en þetta er allt… Continue reading Síðdegisvaktin

Ekkert júnímót

Það var fámennt en góðmennt í Draugahlíðunum í morgun þannig að við, Elli, Guðjón og Sverrir ákváðum bara að slá þessu upp í góðan æfingadag. Siggi og Jón bættust svo í hópinn svo það rættist nú aðeins úr fjöldamálunum og svo leit Mundi við í heimsókn þegar líða fór á daginn. Nokkuð stöðug vestanátt en… Continue reading Ekkert júnímót