Ekkert júnímót

Það var fámennt en góðmennt í Draugahlíðunum í morgun þannig að við, Elli, Guðjón og Sverrir ákváðum bara að slá þessu upp í góðan æfingadag. Siggi og Jón bættust svo í hópinn svo það rættist nú aðeins úr fjöldamálunum og svo leit Mundi við í heimsókn þegar líða fór á daginn. Nokkuð stöðug vestanátt en… Continue reading Ekkert júnímót

Kríumótið 2022

Veðurútlitið var ekki bjart fyrir viku síðan en eins og við vitum þá getur veðurútlitið breyst skjótar en hendi er veifað og þó það hafi ekki verið raunin í dag þá fór spáin batnandi þegar leið á vikuna. Svo var algjör bongóblíða á Sandskeiðinu í dag þó oft á tíðum kólnaði full mikið þegar ský… Continue reading Kríumótið 2022

Spilæfing á Sandskeiði

Það var múgur og margmenni samankomin á Sandskeiðinu í morgun að æfa sig á spilið eftir langan vetur en sjö flugmenn mættu galvaskir til leiks ásamt alla vega fimm áhorfendum. Dagurinn gekk að mestu áfallalaust fyrir sig en þó skemmdist vélin hjá Böðvari talsvert þegar skorts á rafmagni varð vart á uppleið í einu startinu.… Continue reading Spilæfing á Sandskeiði

Góður dagur á Bleikisteinsháls

Það spáði 5-6 m/s en reyndis svo vera 10 m/s og þegar leið á fór hann í 12 m/s og talsvert ofar í hviðum. Sverrir og Siggi vorum mættir út í brekku um tíuleytið og Guðjón og Erlingur bættust svo fljótlega í hópinn. Siggi frumflaug Chris Foss Phase 6 með nýju vængsniði og gekk það… Continue reading Góður dagur á Bleikisteinsháls